N-stæðuskoðari fyrir Risamálheildina Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Heim Leiðbeiningar Um skoðarann Tilvísanir og gögn Information in English

N-stæðuskoðari Árnastofnunnar

Með n-stæðuskoðaranum má finna og bera saman tíðni á einstökum orðum eða orðasamsetningum í sögulegu samhengi. Leitarniðurstöðurnar byggja á tíðni orðanna í Risamálheildinni sem hefur að geyma meira en milljarð orða frá ýmsum heimildum, en hægt er að leita bæði í Risamálheildinni allri og í einstökum undirmálheildum hennar frá árunum 2000 til 2019. [ATH setja inn nýjustu gögn]. Þá má jafnframt afmarka leitina við ákveðin ár innan þessa tímabils. Þannig má t.a.m. sjá hvernig ákveðin orð eða orðasambönd ná festu í málinu og hvernig notkun þeirra rís og fellur eftir tíðarandanum. Sem dæmi má sjá hvernig noktun orðsins ,,snjalltæki´´ er svo gott sem engin fyrir árið 2010, en notkunin hefur farið hratt vaxandi síðan árið 2013. Þá má jafnframt sjá að notkun orðsins ,,kreppa´´ stóreykst á árunum 2007 til 2009 en fer svo smám saman minnkandi aftur.

N-stæðuskoðarinn byggir á hugmynd og hönnun norska landsbókasafnsins, Nasjonalbiblioteket.