Gögn og tilvísanir
N-stæðuskoðarinn er unnin af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og er eitt þeirra tóla sem eru ætluð til þess að einfalda aðgang og uppflettingu í Risamálheildinni hvort heldur sem er fyrir máltæknifræðinga, nemendur, málfræðinga eða aðra sem hafa áhuga á íslenskri tungu. Að verkefninu koma Steinþór Steingrímsson, Steinunn Rut Friðriksdóttir og Gunnar Thor Örnólfsson.
Þegar vitnað er beint í niðurstöður úr N-stæðuskoðaranum skal heimildarvísun vera eftirfarandi:
N-stæðuskoðarinn. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. <https://n.arnastofnun.is> (5. apríl 2021)
Ef verið er að vitna í annað en bara tiltekna niðurstöðu, t.d. verið að fjalla um skoðarann í víðara samhengi, skal vitna til eftirfarandi greina:
Steinþór Steingrímsson, Sigrún Helgadóttir, Eiríkur Rögnvaldsson, Starkaður Barkarson og Jón Guðnason. (2018). Risamálheild: A Very Large Icelandic Text Corpus. In Proceedings of the Eleventh International Conference on Language Resources and Evaluation (LREC 2018), Miyazaki, Japan, May 7-12, 2018.
Steinþór Steingrímsson, Starkaður Barkarson and Gunnar Thor Örnólfsson (2020). Facilitating Corpus Usage: Making Icelandic Corpora More Accessible for Researchers and Language Users. In Proceedings of the Twelfth International Conference on Language Resources and Evaluation (LREC 2020).