N-stæðuskoðari fyrir Risamálheildina Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Heim Leiðbeiningar Um skoðarann Tilvísanir og gögn

Notkunarleiðbeiningar

Til þess að nota n-stæðuskoðarann þarf að slá inn leitarstreng á forsíðunni, en fyrst þarf að velja hvort leitin skuli miða við lemmur eða orðmyndir. Með lemmum er átt við uppflettimyndir orðsins eða orðanna eins og þær birtast í orðabók (t.d. nefnifall eintölu án greinis ef um nafnorð er að ræða, nafnhátt sagnar o.s.fr.v.) en ef leitað er eftir orðmynd skiptir beyging orðsins ekki máli. Hakað er við annað hvort lemmur eða orðmyndir undir leitarsvæðinu á forsíðunni.

Undir línuritinu sem sýnir tíðni orðsins eða orðanna er að finna hnapp þar sem hægt er að stilla frá hvaða árum niðurstöðurnar eiga að vera. Árin sem eru í boði eru frá 2000 til 2019 en eins og áður segir er hægt að velja þrengra tímabil þar á milli ef þess er óskað. Undir leitarglugganum er ýmist hægt að haka við að leita skuli í öllum textum málheildarinnar eða að takmarka skuli leitina við ákveðnar undrmálheildir. Ef sá valmöguleiki er valinn birtist valmynd þar sem hægt er að velja ákveðnar tegundir miðla en jafnframt er hægt að smella á þríhyrninginn hægra meginn við tegundirnar til þess að sjá staka miðla innan hennar.

Leitarstrengirnir geta verið af ýmsum toga. Hægt er að leita að stöku orði eða allt að þriggja orða orðasambandi. Orð innan orðasambands eru aðgreind með bili. Þá er einnig hægt að leita samtímis að fleiri en einum leitarstreng og bera tíðni þeirra saman. Leitarstrengirnir eru þá aðskildir með kommu. Auk þess má leita að sameiginlegri tíðni tveggja leitarstrengja, en það er gert með því að setja plús á milli þeirra. [Setja skýringarmynd hér fyrir neðan. ATH virkar furðulega með plús].

Hægt er að leita með algildistákninu *. Með því má leita að öllum orðum eða orðasamböndum sem innihalda ákveðin leitarstreng. Sem dæmi myndi leitarstrengurinn ,,hesta*´´ skila öllum orðum sem finnast í viðkomandi málheild sem hafa ,,hesta´´ sem upphafslið. Á sama hátt myndi leitarstrengurinn ,,þokkalega *´´ sýna allar tveggja orða samsetningar þar sem ,,þokkalega´´ er fyrra orðið.

Ýmsa aðra möguleika má finna á forsíðunni. Meðal annars hægt að velja hvort sýna eigi heildartíðni orðsins eða orðasambandanna eða hlutfallstíðni þeirra. Hlutfallstíðni felur í sér hversu oft viðkomandi orð eða orðasamband var notað í hlutfalli við önnur orð á sama tímabili [HLUTFALLSTÍÐNIN ER OFF!]. Þá má jafnframt velja að sýna safnlínur. Loks er hægt að haka við hvort að gera eigi greinarmun á stórum og litlum upphafsstaf innan leitarstrengsins [STAFNÆM LEIT ER OFF!]. Hægt er að jafna línuritið eftir eigin hentugleika, en það er gert hægra megin undir línuritinu.

Undir niðurhalsmerkinu á forsíðunni er hægt að sækja viðkomandi niðurstöður bæði sem línurit á .SVG sniðmáti og sem hrágögn á .CSV sniðmáti. Upplýsingar um hvernig ber að vísa til heimilda séu niðurstöður n-stæðuskoðarans notaðar í útgefnu efni má finna undir flipanum Tilvísanir og gögn.

Að endingu má nefna að ef bendillinn er staðsettur yfir ákveðnu ári á línuritinu birtist gluggi sem sýnir nákvæman fjölda viðkomandi orðs eða orða. Ef smellt er á sama punkt birtist tengill þar sem hægt er að fá textastrengi úr Risamálheildinni sem innihalda orðið eða orðin. [ATH virkar ekki með plús]